Færsluflokkur: Menning og listir
22.5.2008 | 18:27
Litla súperhetjan mín!
21.5.2008 | 05:52
Jæja nú er allt klappað og klárt.
Allt er klappað og klárt og aðgerðin verður í fyrramálið kl 8.30 á mínum tíma. Það verða ekki lögð rör í eyrun, en stungið á hljóðhimnuna til þess að tappa út vökva. Það verður fjarlægður nefkirtilinn og tekið fullt ofnæmispróf á meðan hann er sofandi. Eftir 3 mánuði á hann að koma í kontroll og þá verður gert fullt heyrnarpróf og athugað hvort vökvinn í eyrunum er horfinn. Ef ekki þá verða líklega lögð inn rör. 'Astæðan fyrir því að það verða ekki lögð inn rör núna er að nefkirtillinn blokkar fyrir loftunarganga inn til eyrnanna og því er líklegt að þetta lagist af sjálfu sér þegar það er búið að taka hann.
En annars er bara allt í góðu gengi í mínu fatahengi.
'eg er að oksidera kobar sem ég ætla að nota í skartgripi, vona bara að það heppnist. Og Rikki er að setja upp veggplötur inn á nýja baði, á milli slaga að gera við vinnubílinn sem verður að fara í skoðun N'UNA!
20.5.2008 | 05:25
Æm bakk!!!!!!!
Halló allir saman!!!!
Nú skammast ég til að skrifa inn smáveigis. 'Eg er ekki alveg búin að vera á topp (sálarlega) og því ekki skrifað. EN ó mæ god! 'Eg vissi ekki að það væri svona langt síðan síðast.
'Eg er þó búin að perla smá síðan síðast og í gær kláraði ég að setja gólflista á stofuna. N'u er bara eftir eitt erfitt skáhorn í loftinu sem Rikki ætlar að fixa. 'Eg er listakona!!!!!!!!
I dag er ég að fara með Nökkva í prufur á sjúkrahúsið og ef allt gengur vel þá er aðgerðin á fimmtudag. Það á að fjarlægja nefkirtil og leggja rör í eyrun.
Mér kvíður/hlakkar til. 'Eg bind svo miklar vonir til aðgerðarinnar. Að hann fari að verða frískur og geri lært að tala betur. Honum hefur reyndar farið mikið fram og fleiri en fjölskyldan farin að skilja hann.
'eg mun líklega koma til Íslands í sumar og binda endi á þetta tannvesen. OOOOOOOOOHHHHH, ég er orðin svo leið á þessu. 4 ár með seiðing og verki....... Tennur eru hönnunargalli!
Svo er ég að fara að vera með námskeið í skartgripahönnun (agalega fínt orð) . 'Eg er bara að bíða eftir því að heyra frá þeim sem vilja hafa þetta.
Lillesandsdagene verða 20 júni og ég þarf að hengja upp allar myndirnar og mun því líklega ekki satsa á ferð heim fyrr en eftir það.
'Eg er ekki búin að kaupa mér glerstangir ennþá, need money, you know........ Til að búa til perlur. En þetta er allt að koma.
Jepp nú eru veðurfréttirnar búnar......... Næstu fréttir á .........................................
21.4.2008 | 11:18
Hmmmmmmmm, búin að kaupa brennara!!!!!!!
Já, ég er búin að kaupa propan brennara. Því nú skal fara að steikja perlur og silfur ( eða það sem er til í hnífaparaskúffunni). 'Eg er búin að selja skartgripasettið sem var í síðustu færslu og mun reyna að búa til fleiri, að sjáfsögðu ekki eins, en já........................
Það kostar smá að starta upp sem perlubrennari en ég hafði hugsað þetta svona, sko ég er með pöntun upp á 5 skartgripi og að ég myndi nota þann aur í að kaupa mér glerstafi og það sem mig vantar til að byrja. Við sjáum til. 'Eg er núna að fara að þjóta til Lillesand, til að tjékka á hvernig ég get hengt upp myndir a´bókasafninu þar. Málaraklúbburinn var beðinn um að hengja upp nokkrar myndir og ég var ein af þeim sem varð fyrir valinu síðan ég mála svo litsterkar myndir. 'eg heyri í ykkur seinna.
Sportacus (not) out!
19.4.2008 | 16:11
Byrjaði daginn með perlum og hnifapörnum.
Nú er gaman hjá mér. Talvan mín er komin til baka svo nú er ég farin að getað herjað um á netinu eins og ég vil. 'Nikulás fílaði leirskólan í botn og var mjög sáttur þegar hann kom heim, svo núna er búið að vera líf og fjör á heimilinu. Og alveg eins og mamma hans spáði þá bað hann um taco í kvöldmatinn.
'eg vaknaði kl06.30 í morgun, las blöðin á netinu og tjékkaði á nokkrum bloggum. Svo hugsaði ég með sjálfri mér að núna myndi ég fara að perla. Og það gerði ég. Og var einstaklega ánægð með niðurstöðuna:
18.4.2008 | 07:50
Talvan komin úr viðgerð, niðurtúr
Jæja nú er talvan mín loksins komin úr viðgerð. Tók bara nettar 6 vikur. Niðurtúrinn er sá að þeir skiftu um harðdisk og ég hafði ekki tekið backup. J'A STEINI! EKKI BACKUP!!!!!!!!!!!!!
Og nú verð ég að byrja alveg upp á nýtt. Sem betur fer þá allar myndir til hjá Rikka og á backup hjá honum. Það hefði verið sárast að missa þær.
Jæja nóg um það. Nikulás kemur heim æur leirskóla í dag. hann er búinn að vera þar síðan mánudag og við höfum ekkert heyrt frá honum. Það verður gott að fá hann heim í hreiðrið, þar sem andamamma getur fylgst með öllu, bra,bra.
Við Rikki fengum barnalausan dag i gær og keyrðum niður í Kristiansand og notuðum daginn í að slappa af, spjalla, lönsja, og rölta í búðir. Þetta var alveg yndislegt og við nutum þess i botn. Það eru 2 ár síðan síðast!
En við verðum að fara að vera flinkari við að taka svona daga og bara fá að vera par. Maður hefur gott af svona inn á milli.
En ég er nú enn heima og er svoooooooo sátt við það og nota mína daga í að taka lífinu með ró og dúlla mér. Já, ég tek lífinu með ró. Frekar óvant, en gott.
'eg er búin að föndra smá síðustu daga og bjó til 2 hálsmen:
Þetta svarta eru lampwork perlur og svo Þetta bjó ég til úr fímoleir.
hef ég notað tibetanskt silfur inn á milli. Ruddinn ég er hrifin af þessu.
'eg elska lásinn!
Jæja verð að fara að húsmæðrast og vera mamma. Það er planleggingardagur i leikskólanum og litli pjakkur er heima.
Knús til allra sem inn hér detta.
11.4.2008 | 05:33
Perlur, perlur, perlur
Her eru 2 armbönd gerð úr seedbeads, vaxbornum glerperlum og öðrum glerperlum
8.4.2008 | 15:55
'eg er temmilega brísin
Já ég sletti á tungum eins og ég get. Er búin hjá doksa, komin á flogaveikislyf !
Já þetta á að virka verkjastillandi, þar að segja ef verkirnir eru taugaverkir. og ég sé bleika fíla sem prjóna marmelaði í jarðaberjaplöntu og keyra um á moldvörpum.
Sigurjón heitir herra fíll og sigurveig er frúin. Þau eiga lítin gælusnígil sem heitir Hroki og hann sér um að fara í hnetubúðina að kaupa garn í marmelaði.
Sigurjón er frekar spjéhræddur og fjékk Fjólu í næsta húsi til að spinna sundskýlu en Frú Sigurvei er náttúrufrík og gengur um í Evuklæðum.
Þau selja marmelaðið til Gunnars, (hann er bjór) og leggja peninginn Maríuhænuskál því þau eru að safna í ferðasjóð og ætla til Madagaskar.
Eftir 2 daga á ég að auka lyfjaskammtinn, það spyrst hvort Sigurjón og Sigurveig munu halda áfram að leyfa mér að vera gluggagjæir hjá þeim í einhvern tíma...............................................
8.4.2008 | 05:21
Jæja, nú tekst ég á við þetta. :)
Nú er ég búin að fara í gegn um bóka hauginn og er búin að taka stjórnina aftur. 'eg er að fara á morgun á foreldrafund og ég er búin að ákveða hvernig þetta á að vera! Það hefur vantað allt sem heitir skipulag á hvernig hann á að nota tölvuna í skólanum og heima. 'eg er búin að láta vita að ég vil fá plan um hvernig hann á að nota tölvuna, en ég held bara að ég taki stjórnina af skólanum. 'Eg skoðaði skólalærdóminn í ´tölvunni og það sem ég sá þar var bara 3 verkefni!!!!!!!!! Eftir 6 mánuði að draga tölvuna fram og tilbaka í skólann!
Allavega ég er búin að ákveða að hann á að gera allt skriflegt í tölvunni og skrifa það síðan út og líma inn í tilheyrandi bækur. Og akkúrat núna er mér alveg sama hvað skólanum finnst. Þeir eru ekki búnir að standa sig svo að ég tek þetta á mig aftur. 'Aður meðan ég stýrði þessu þá gerði hann það sem hann átti að gera og ef það reyndist honum erfitt þá gaf ég mig ekki fyrr en ég fann aðferð til að útskýra sem hann skildi.
En af öðru,
eg er að fara til nevrolog í dag. Tannsi er viss um að ég sé með bólgur í trigeminus tauginni og ég á að fara í greiningu í dag. 'Eg er varla að nenna þessu því ég veit að sama hvað kemur útúr þessu þá sit ég áfram með mína verki.
Nökkvi er kominn með kvef (ARG!!!!!!) Krossa fingur og vona bara að þetta verði venjulegt horkvef. Og aldrei þessu vant er Nikulás lasinn! Hann er nú svo mikill víkingur að það er örsjaldan sem hann verður lasinn. En í dag verður hann heima, stóra lúsin mín . Greyin mín
En annars er nú bara allt í ljóma og sóma í Arisóna. Eða solleis. Gott að vera heima.
Kús til ykkar allra sem detta hér inn og hafið alveg rífandi góðan dag!!!!!!!!!
5.4.2008 | 06:28
Það gengur ekki eins vel og ég hélt. :-(
'Eg var að laga til inni hjá Nikulási, skifta á rúminu, og það lá skóladót á gólfinu sem ég byrjaði að taka upp. Og ég sá út um allt herbergið , hér og þar stílabækur og reikningsbækur. 'eg byrjaði að safna þeim saman og á endanum var ég komin með 13 skrifbækur og 4 reikningsbækur.
Og ég veit að hann á max að vera með 4-6. Hvað er að ske? 'eg byrjaði að fara í gegn um þær og sá að hér er mikið að . 'Eg hélt eftir greininguna að hann fengi meiri hjálp í skólanum ( yeah right) svo ég hélt að ég gæti farið að slaka aðeins á. En eins og þetta lítur út þá er hann ekki búinn að hafa við síðan um jól!!!!!!!!!!!
Hvernig getur þetta farið fram hjá kennaranum? Afhverju lætur hún hann bara hafa nýja og nýja stílabók án þess að pæla í því hvar allt skóladótið er? Afhverju erum við ekki látin vita. Allt af skilaboðum sem við höfum fengið er að allt gangi svo vel.
Við vorum á fundi í gær til að ljúka greiningunni og að yfirfæra lyfjagjöf og annað til fastlækninsins. Og við tókum með allar bækurnar sem vorun heima, 17 stk. Því þetta var líka fundur til að undirbúa gaggó til að taka á móti honum. Og ég brotnaði saman.
'Eg er búin að reyna að standa mig, vera sterk, gera þetta sjálf, en ég hélt að loksins myndi hann mæta skilningi og það yrði reynt að hjálpa honum, en nei....... 'eg er greinilega það sem hann hefur og ég verð að berjast áfram. 'Eg er þreytt.
N'u koma barnalegu spurningarnar. Af hverju mín börn? Af hverju þurfa þeir að hafa svona mikið meir fyrir hlutunum? Af hverju fær Nikulás ekki þessa hjálp sem allir eru sammála um að hann þurfi?
Mér kvíður fyrir..................... Nú byrjar það aftur baráttan að fá hann til að gera leksur, vaka yfir honum, vera alltaf í vörn og árás á skólann til að passa uppá að þeir geri það sem þeir eiga, baráttan að fá Nikulás til að gera leksur áður en Nökkvi kemur heim, því það þarf að vera ró yfir hlutunum þegar hann gerir leksur og Nökkvi er hátt og lágt þegar hann kemur heim.
'Eg hélt að allir skildu það að ritalin hjálpar en það fjarlægir engin vandamál!
Æji, sorry en ég verð bara að láta þetta fá að komast út. Því nú skil ég þetta..........
'Eg þarf alla þeirra ævi , allavega þegar þeir búa hjá mér, að hjálpa þeim með allt, sama hvað þeir eru gamlir. Þó svo að aldurinn segi til að þeir geti lagað til hjá sér, búið til matinn sjálfir, lagað til eftir sig, gert leksur, munað................................ Þeim vantar eiginleikann til að getað skipulagt og ég þarf að hafa allt í rútínu, laga til með þeim, reyna að einfalda, og það mikilvægasta í þessu öllu, ég þarf að passa uppá að þeir missi ekki sjálfsöryggið, trúnna á að þeir geti, að þeir séu nógu flinkir. Það verður erfitt með umheiminn eins og hann er.
Um bloggið
I kaffi og kleinuspjalli
Nýjustu færslur
- 1.3.2009 Nytt
- 3.2.2009 Nú skal meður vera duglegur.
- 1.2.2009 Gleðilegt nýtt ár!!!
- 12.11.2008 'Eg læðist her inn..........
- 14.8.2008 Nokkrar vikingakeðjur
Færsluflokkar
Tenglar
Hitt og þetta
- Kaffe, kleinur, kunst og perler Mitt norska blogg
- Lillesand og Birkenes Maleklubb
- TOBBA
- Indigo börn
- Akiane
- Amatörar
- Illustration friday
- Designerspira
- Kort og annað
- Pep up the world
- Skemmtilegir hlutir á bloggið
Vinir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar