Kaffi og kleinur

I kaffi og kleinuspjalli heitir þetta ágæta blogg mitt. Það fer nú lítið fyrir kleinunum á þessu heimili, því ekki er hægt að kaupa þær úti í búð. Og þegar yfirkleinan kemur á sitt ylhýra föðurland er þetta eitt af því sem er  "must" að kaupa.

Er hreinlega að spá í að fara út í búð og kaupa það sem vantar í kleinur og steikja þó nokkuð margar og frysta niður. Já, svei mér þá, ef yfirkleinan kastar sér ekki bara í stórræði.

Hvað segið þið? jújú, kleinur standa kannski eins hátt hjá ykkur eins og mér enda geta flestir keypt þetta úti í búð. Væri líklega svona sjálf ef það væri auðvelt að nálgast kleinur. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og kleinur að fyrirheitna kaffimeðlætinu.

 

Ekkert gengur i málverkjavinnu hjá kleinuskotti. Lítil virkjun þar. En stendur allt til bóta. Það á að vera sýning í enda mánaðar og svo aftur fyrir jól og er kleinan að spá í að reyna að setja upp einkasýningu. Það er stóri draumurinn. Joyful

Ef það tekst þá er ykkur að sjálfsögðu boðið dúllurnar mínar. Allir til Ingu Steinu Yfirkleinu i kaffi og kleinur með noe attåt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

KLEINUR .... mamma kom með fullan poka af nýbökuðum kleinum um daginn.  Manninum mínum þykja þær ofurgóðar (not me) en þær voru svoooo góðar að ég fékk mér eina með kaffinu.

Allt gott að frétta af ömmu mús, hún er rosalega ánægð og glöð ..... með okkur öll!

Kleinu klemm og kremjur!

www.zordis.com, 1.10.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

I kaffi og kleinuspjalli

Höfundur

Inga Steina Joh
Inga Steina Joh
Kúnstner með meiru.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...illa_godess
  • ...vory_godess
  • ...cimg1722

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 449

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband