Færsluflokkur: Menning og listir
1.3.2009 | 13:57
Nytt
Eg a i vandrædum med ad skifta um skrifmal i tølvunni swvo tetta verdur bara ad vera svona. Mig langadi bara ad syna ykkur tad sem eg er buin ad bua til i vikunni. Knus:)
3.2.2009 | 06:15
Nú skal meður vera duglegur.
Góðann daginn allir.
I dag vaknaði ég við að Rikki sagði að Todd væri laus (Albinorottan sem ekki vil vingast við manneskjur), Við erum búin að setja auka lása á búrið en dýrið treður sér strax út. Nu þá varð ég að setja búrið á gólfið og bíða þolinmóð eftir að honum þóknaðist að skoða búrið sitt aftur og skella í lás! Til öryggis er ég búin að surra saman hurðina með vír svo ég þurfi ekki að leita að honum égar ég kem heim. *
*I dag er það á dagskrá - vinna til14 mæta hjá kíro kl14.15- og far í sjónprufu kl 15.30 og þetta er náttla ekki á sama stað, nei, í mismunandi bæum. Og eftir sjónprufuna þarf ég að fara með Lása að kaupa buxur því það er fínt ball í skólanum á fimmtudag þar sem hann og einn annar munu spila á gítar. Það er horror að fara með honum að versla. Hann verður fúll, vill ekki máta og annað þvíumlíkt. En hann lofaði í gær: Mamma ég mun máta sko:)
Allaveg þetta verður stuttur pistill því ég er að fara í vinnuna , í moppaballettinn, túdílú!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2009 | 18:19
Gleðilegt nýtt ár!!!
12.11.2008 | 06:19
'Eg læðist her inn..........
Uhummm, siðasta færsla i ágúst.................. Já,já.....er það bara ekki týpisk ég??
Allavega her eru nokkrar myndir af því sem ég er búin að gera undanfarið.
14.8.2008 | 09:11
Nokkrar vikingakeðjur
Hér eru 3 keðjur sem ég ætla að vera með á markaðinum um helgina:
13.8.2008 | 05:14
Jú ég er hér.
Ok kannski tími til komin að uppfæra síðuna?????
Hér er ekkert mikið búið að vera að ske undanfarið. 'eg er enn sjúkraskrifuð og mun fara til íslands 31 ágúst, á tíma hjá tannsa 1 sept, jæks! En svona er þetta bara og tími til komin að verða verkjalaus eftir 4 ár.
'eg er á fullu núna að undirbúa mig fyrir markað um helgina. Spennandi.


15.6.2008 | 18:27
Mæðragjöfin min og lampwork perlur dagsins.
Hér eru nokkrar myndir frá deginum í dag. 'Eg vona bara að þið skiljið það sem er skrifað á myndirnar:
15.6.2008 | 08:28
Jæja nú er ég byrjuð á lampworkperlum
'Eg er búin að leggja inn nokkrar myndir i albúm sem heitir lampwork. Þetta eru fyrstu perlurnar sem ég er búin að búa til yfir opnum eldi
8.6.2008 | 09:41
Sumarið er hér !!!!!!!!
30 stiga hiti! 'eg er með lungnabólgu og kinnholusýkingu , but whats new??? Er á bataleið. Nikulás er búinn að fá nýtt hjól og hoppaði af gleði. Hann vissi ekki að við værum að fara að kaupa hjól handa honum. Hann var á bílamóti með ömmu sinni og afa. Hann hoppaði og gólaði þegar hann sá hjólið. Alveg óborganleg viðbrögð.
Nökkvi talar og talar núna og það er alveg rosalega gaman að fylgjast með þróuninni. Hann er svo hamingjusamur og gengu um trallandi. Hann er alveg kominn yfir baðhræðsluna sína og baðar eins og vitleysingur núna.
I gær fór ég í sumarkjól og hann varð yfir sig hrifinn og þurfti að fá að skoða öll sparifötin mín og kjólana. Einhverra hluta vegna hélt hann að þar sem ég var kominn í kjól að þá værum við að fara í veislu.
Við héldum bara að hann væri að leika og spáðum ekkert meira í því ´þótt hann væri að pakka í tösku. Stuttu seinna hvarf hann og við leituðum og fundu hann úti í bíl. Kominn í beltið, tilbúinn að fara í veislu. Þarna var hann búinn að sitja og bíða í allavega 10 mín. Við vorkenndum honum svo að það var ákveðið að fara í bíltúr og þar sem klukkan var orðin 21,30 þá sofnaði hann í bílnum, litla greyið.. 'eg verð greinilega að fara oftar í kjól svo hann haldi ekki í hvert skifti að við séum að fara á jólahátíð.
'i morgun fór ég aftur í sama kjólinn. Og þegar hann vaknaði þá tilkynnti henn mér það að ég gæti ekki verið í þessum rauða kjól því hann væri of heitur´. 'eg varð að fara í gula kjólinn. Hann gaf sig ekki með það og fór og sýndi mér kjólinn í skápnum. 'eg lét nú undan og fór íkjólinn og hann varð alveg hæst ánægður.
I dag erum við Nökkvi búin að olíubera veröndina og nú erum við að bíða eftir því að hún þorni.
'eg er búin að setja inn nokkrar myndir frá síðustu dögum í albúmið sumar 2008. 'Eg fékk nebblega nýja myndavélí afmælisgjöf, tíhí!
Og hér er armband sem ég bjó til. 'Eg keypti mér rúllu með koparvír, bjó til hringi, setti saman og brenndi svo í gasbrennara til að fá svona gamalt preg á þetta. 'Eg pínulítið ánægð með þetta því þetta er alveg heimtilbúið Þetta heitir kóngakeðja.
23.5.2008 | 09:04
Sofið i alla nótt!

Um bloggið
I kaffi og kleinuspjalli
Nýjustu færslur
- 1.3.2009 Nytt
- 3.2.2009 Nú skal meður vera duglegur.
- 1.2.2009 Gleðilegt nýtt ár!!!
- 12.11.2008 'Eg læðist her inn..........
- 14.8.2008 Nokkrar vikingakeðjur
Færsluflokkar
Tenglar
Hitt og þetta
- Kaffe, kleinur, kunst og perler Mitt norska blogg
- Lillesand og Birkenes Maleklubb
- TOBBA
- Indigo börn
- Akiane
- Amatörar
- Illustration friday
- Designerspira
- Kort og annað
- Pep up the world
- Skemmtilegir hlutir á bloggið
Vinir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar