Það gengur ekki eins vel og ég hélt. :-(

'Eg var að laga til inni hjá Nikulási, skifta á rúminu, og það lá skóladót á gólfinu sem ég byrjaði að taka upp. Og ég sá út um allt herbergið , hér og þar stílabækur og reikningsbækur. 'eg byrjaði að safna þeim saman og á endanum var ég komin með 13 skrifbækur og 4 reikningsbækur.

Og ég veit að hann á max að vera með 4-6. Hvað er að ske? 'eg byrjaði að fara í gegn um þær og sá að hér er mikið að . 'Eg hélt eftir greininguna að hann fengi meiri hjálp í skólanum ( yeah right) svo ég hélt að ég gæti farið að slaka aðeins á.  En eins og þetta lítur út þá er hann ekki búinn að hafa við síðan um jól!!!!!!!!!!!

Hvernig getur þetta farið fram hjá kennaranum? Afhverju lætur hún hann bara hafa nýja og nýja stílabók án þess að pæla í því hvar allt skóladótið er? Afhverju erum við ekki látin  vita. Allt af skilaboðum sem við höfum fengið er að allt gangi svo vel.

Við vorum á fundi í gær til að ljúka greiningunni og að yfirfæra lyfjagjöf og annað til fastlækninsins. Og við tókum með allar bækurnar sem vorun heima, 17 stk. Því þetta var líka fundur til að undirbúa gaggó til að taka á móti honum. Og ég brotnaði saman.

'Eg er búin að reyna að standa mig, vera sterk, gera þetta sjálf, en ég hélt að loksins myndi hann mæta skilningi og það yrði reynt að hjálpa honum, en nei....... 'eg er greinilega það sem hann hefur og ég verð að berjast áfram. 'Eg er þreytt.

N'u koma barnalegu spurningarnar. Af hverju mín börn? Af hverju þurfa þeir að hafa svona mikið meir fyrir hlutunum? Af hverju fær Nikulás ekki þessa hjálp sem allir eru sammála um að hann þurfi?

Mér kvíður fyrir..................... Nú byrjar það aftur baráttan að fá hann til að gera leksur, vaka yfir honum, vera alltaf í vörn og árás á skólann til að passa uppá að þeir geri það sem þeir eiga, baráttan að fá Nikulás til að gera leksur áður en Nökkvi kemur heim, því það þarf að vera ró yfir hlutunum þegar hann gerir leksur og Nökkvi er hátt og lágt þegar hann kemur heim.

'Eg hélt að allir skildu það að ritalin hjálpar en það fjarlægir engin vandamál!

Æji, sorry en ég verð bara að láta þetta fá að komast út. Því nú skil ég þetta..........

'Eg þarf alla þeirra ævi , allavega þegar þeir búa hjá mér, að hjálpa þeim með allt, sama hvað þeir eru gamlir. Þó svo að aldurinn segi til að þeir geti lagað til hjá sér, búið til matinn sjálfir, lagað til eftir sig, gert leksur, munað................................ Þeim vantar eiginleikann til að getað skipulagt og ég þarf að hafa allt í rútínu, laga til með þeim, reyna að einfalda, og það mikilvægasta í þessu öllu, ég þarf að passa uppá að þeir missi ekki sjálfsöryggið, trúnna á að þeir geti, að þeir séu nógu flinkir. Það verður erfitt með umheiminn eins og hann er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Elsku dúllan mín,  þú ert sterk og hefur rétt á því að pústa og fella tárin því þau eru til að létta á þér.

Haltu þínu striki, það er of gott að geta slakaða á en sá tími kemur.  Ekki gefa neitt eftir og vertu þessu duglega og ákveðna áfram.

Knús til þín elskan mín! 

Mundu hins vegar að þú ert ekki ein í heiminum og leitaðu aðstoðar til nánustu og vina ef þú þarfnast.  Ekki gleyma því að þú þarft líka hvíld!!

www.zordis.com, 5.4.2008 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

I kaffi og kleinuspjalli

Höfundur

Inga Steina Joh
Inga Steina Joh
Kúnstner með meiru.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...illa_godess
  • ...vory_godess
  • ...cimg1722

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband