Komin heim úr páskafríi.

'eg get ekki sagt hversu gott það var að komast aðeins í burtu um páskana. Við héldum yfir í baunaland, beint til Velje, og gistum þar á hóteli. Eftir komuna var haldið í búð til að kaupa sundföt á þá sem vantaði. Og ég ver ein af þeim. 'Eg er ekki búin að kaupa mér sundbol síðan ég var 14. Og hann passar enn Wink. En ég var farin ap sjá það fyrir mér að dag einn myndi hann hreinlega rakna utan af mér og keypti mér nýjan.

Nökkvi fékk líka baðbuxur og gat nátturulega ekki verið til friðs og stakk af. Við gengum manngarð og Rikki fann han að lokum úti á bílastæði. Móðurhjartað skalf af hræðslu.

'Eg fór þá og leitaði að beisli til að setja drenginn í en ekkert var til. Var þá brugðið á það ráð að binda trefil utan um dreng við mikil mótmæli. En svona var það. Þá vissi móðirin hvar barnið var.

Svo var haldið í sund og litli maður stóð sig eins og hetja. Hann hefur alltaf verið frekar vatnshræddur en fílaði sig í botn.

 

Daginn eftir var farið í Legoland og gaman hjá öllum stórum og smáum. Nökkvi var einstaklega hrifinn af lestunum og slökkvistöðinni og hljóp á eftir lestunum, fram og til baka. Svo seinnipartinn eftir 6 tíma dvöl í legoland var haldið til Aalborg til Mallý og Steina. Það er alltaf jafn gaman að hitta þau og börnin. Og að vanda eldaði Steini dýrindismat dag eftir dag og magamálið var stærra við heimferð en komu.

Þegar við komum heim hafði komið 80 cm jafnfallinn snjór og L'isa hafði mokað stíg fyrir okkur svo við kæmumst inn. 'Eg notaði allann mánudaginn í að moka snjó, pjú......... Vil ekki snjó.

Nú er hversdagsleikinn kominn og ég er bara sátt við það. Börnin í skóla og leikskóla. 'Eg er enn sjúkraskrifuð og byrjaði hjá fysionum í gær aftur eftir aðgerðina. Nú má ég fara að gera meira án þess að hætta á blæðingar og er bara að dunda mér heima með perlur , tiltekt og þvott.

P3190255

Hér eru bræðurnir að keyra bát í legoland. Rosalega gaman.

InLove

 


Páskafrí, Yes!!!

Loksins komið páskafrí! Það eru orðin ansi mörg ár síðan við höfðum frí saman um páskana. Og i tilefni þess var ákveðið að skreppa í baunalans, jeje. Og við ætlum að fara fyrst í Legoland með strákana og eftir að förum við til Mally og Steina. OHHH, það er svo gaman að vera hjá þeim og gaman hjá krökkunum.

Það er þá kannski tímabært að klára myndina hennar Mally. Vantar að mála kantana og skrifa inn ljóðið. En vandamálið er að ég keypti blek, svart, en ég held að það verði of hart. 'eg vil ekki að ljóðið verði það fyrsta sem sést. Fer kannski í dag og kaupi brúnt eða kobarblek, ég held að það komi betur út.

c_users_inga_pictures_malverk_inga_p9110196.jpg

Jepp, Jepp, svona er það nú. I dag fer Nikulás á licenskúrs í krossklúbbnum. 'eg veit ekki alveg hvað það gengur út á, en hann verður að hafa þetta. hann var í gær að spila konsert i skólanum. Hann er byrjaður að spila á bassa, já, eplið féll ekki langt frá eikinni, og er bara alveg rosalega snöggur að læra.(stolt). konsertinn gekk víst bara vel. Þetta var fyrir skólafélaga, eða eiginlega fyrir gaggó sem hann fer í næsta ár svo hann var pínulítið taugaður þegar hann fór. En þetta gekk vel.

'eg fékk lengt veikindafríið og fer ekki að vinna fyrr en 1 apríl.   

Og svo lét ég verða að því að kaupa mér skó í gær sem ég er búin að slefayfir íallavega hálft ár. Þeir eru rauðir :) frá El Naturalista. Þetta eru umhverfisvænir skór og eru svo flottir.

n028-tibet

Og þeir eru yndislegir. 'eg elska skó skó sem eru með pláss fyrir tærnar.Þeir eru rándýrir en ég fékk þa á hálfprís. er very very happý.

Mun garanterað kaupa fleiri frá þeim.


Zórdis! Hér er hreindýrið þitt!

'Eg gat ekki látið svona áskorin fram hjá mér faraCool

 

Hér er svarið!

P3120163

P3120164

Og ef skartið er stúderað þá munið þið sjá að þarna eru klaufar,pels, og "droppings".

Hér með er áskoruninni svarað! Dúnk!

 


Hér er þemahálsmenið sem ég bjó til.

Hér er mitt þemadýr:

img_47d51cff0340c

Og hér er hálsmenið:

img_47d51d757e2bf

Hálsmenið er búið til úr Dalmation jasper 10 mm og hematitt perlum 8 og 12 mm með perluhöttum.

Hematittperlurnar minntu mig svo mikið á augun í selnum og jasperinn er eins og pelsinn.

'Eg verð bara að segja að ég er ánægð með mitt fyrsta þemaskart.

Hvað finnst ykkur?????

Joyful 


Hæ hó og dillidó, ég anda í steríó

;;Loftið heit og kalt,

hó,hó,´ho og ég á þig fyrir vin,

þiiiiig fyrir viiiiiin..............

  

Já nú er lífið farið að léttast, allavega andardrátturinn. og gott er það.

Perlu og málingarsperran er enn til staðar og ég kenni lyfjanotkun um það.

'Eg hætti að taka verkjatöfluvibban á laugardagsmorgun og fór þá loksins að hressast.

'Akvað heldur að virkja kristallana mína mér til hjálpar og ég er meir eða minna bara hel**** hress :)

Þetta er nú meiri ósköpin að vera svona hænuhaus, ég þoli ekkert af lyfjum, verð bara sloj og sef eins og murmeldýr.

 

Allavega ég er byrjuð í þemabloggklúbbi, já, langt orð, og þema mánaðarins er að finna sér dýr til innblásturs og nota það sem útgangspunkt i að laga skartgripi.

'Eg er með þessu að reyna að komast i gang aftur og það er alltaf gaman með áskoranir.

'Eg bjó til eitt skart i gær, en er ekki viss i dag hvort ég er ánægð. Sjáum til. 'Eg fer að dúlla við þetta þegar börnin eru farin út af heimilinu.

'eg læt ykkur vita hvernig gengur.

  


Húmbert er fluttur og ekki velkominn hér meir!!!!

Kl 8 i gærmorgun var ráðist handa við að nauðungarflytja Húmbert. EIns og þessi viðbjóður sem hann var þá hélt hann sé sem fastast og aumingja húsráðandinn átti erfitt. Það er ekki alltaf auðvelt að flytja og sérstaklega ekki nauðugur en fyrr má nú vera. Tárin runnu í stríðum straumum hjá húráðanda, en hjálparmaðurinn gaf sig ekki fyrr en fyrri hluti búslóðar var komin út. Þ'a fékk húsráðandi smá pásu til að þerra tárin og búa sig undir næstu lotu. Held ég þá að Húmbert hafi skilið að bardaginn var tapaður og því hélt hann sér aðeins minna. En verra var alllir hel,,,, bassiluskarnir sem hann skildi eftir. Ekki telst það undarlegt að húsráðandi hafi verið orðin krank til heilsunnar og því komin á sýklalyf til baráttu á móti ófénað sem skilinn var eftir. Það má kalla þetta hestakúr allar litlu og stóru pillurnar sem kallaðar voru til baráttu. En von er bundin við skjóta baráttu og góða líðan.

 

Hér verður Húmbert aldrei velkominn meiR !


Hallo, Nefjólfur hér.

W00tGóðan og blessaðan daginn.

Já kl er 06.23 og nefið leyfir ekki meiri svefn. Það lifir sínu eigin lífi og dregur restina af mér með sér. 'Eg held að svona sterkur persónuleiki sem þetta nef er eigi skilið nafn. Húmbert held ég sé fínt. Reyndar er ekki létt að segja það en það passar að því leytinu að það er stórt glansandi og bert og er ekki séns að láta það framhjá sér fara í húminu. En mér þó til mikillar gleði er það ekki rautt. Það hefði verið ferlegt að vera með svona riiiiisastóóórt whiskýnef.

 

Við fórum til nýja heimilislæknisins i gær. Og hann veit ekki hvort hann getur flýtt fyrir aðgerðinni því að öllu eðlilegu er 1 árs biðtími svo þeir hafa reynt að koma Nökkva að eins fljótt og mögulegt er.

En hann vill sjúkraskrifa mig í langann tíma líklega fram að aðgerðinni því hann skilur vandamálið sem ég á við að stríða. 'Eg á bara eftir 1 veikindadag fyrir barn, fyrir restina af árinu, og á rétt á því að fá 10 í viðbót útaf því að Nökkvi er króniskt veikur en þar sem Nökkvi er ekki með diagnose, sjúkdómsgreiningu þá get ég ekki sótt um. Þannig mér var létt. Nú slepp ég við að vera í stanslausu stressi og hringjandi í vinnunna daglega til að láta vita hvort ég kemst eða ekki.

Og þar sem ég er orðin frekar mikið vinnuleið og slitin í líkamanum þá kemur þetta sér vel. En ég held að hann hafi verið frekar hissa á ástandinu, því við nokkur tækifæri hristi hann bara höfuðið.

 

Og í gær hringdi Margrethe frá PPT(psykisk pedagogisk tjeneste) i sambandi við Nikulás og fundinn sem verður i apríl. Hún ætlar að fá þá frá gagnfræðaskólanum til að vera með á fundinum til þess að allt verði lagt til rétta fyrir Nikulás þegar hann byrjar þar. Sem mér finnst bara fínt mál.  Hann litli Lási minn er orðinn svo stór að hann er að fara í gaggó. Hérna eru þetta 2 skólar,barna og gaggó. Eg vona bara að hann fái góða kennara svo þetta gangi vel fyrir si, en ef ekki þá er ég sosem orðin vön því að berjast fyrir hann. Það tók rúmlega 6 ár að fá þessa hjálp sem hann er með í dag.

 

EEEEEEEEEEEENnnnnnn nu þarf ég að fá börnin á fætur og koma þeim á sína staði. Inga og Húmbert segja over end out!


Djö...... er þetta vont.

  'eg er næstum því svona. Ekki get ég skilið að fólk fari að fúsum og frjálsum vilja í lýtaaðgerðir. Þetta er vont! Já ég á að segja frá þegar eitthvað er vont, það segir fysioinn minn. 'eg er á verkjalyfjum sem innihalda codein sem breytist i morfin i líkamanum. Semsagt ekki alveg í mínu skarpasta ástandi, hmmmmmmmmm.......

 

Er að fara með Nolla til læknis í dag og ætla að reyna að fá hann til þess að reyna að flýta fyrir aðgerðinni hans Nolla. Eg er ekki að meika það að láta barnið bíða í 4 mán. Ef það er ekki hægt þá vil ég fá langtíma sjúkraskrifun. 'Eg orka ekki að þurfa alltaf að vera að hringja í vinnunna og tilkynna mig veika á hans vegum, enda á ég bara eftir einn dag fyrir restina af árinu.  Og ég er orðin þreytt á þessu ástandi að vera að vakna oft og títt á næturnar vegna þess að hann á erfitt með að anda og hóstar og hóstar. Og auðvitað í nótt var hann vakandi, grét og var ekki ánægður. En svona er þetta.

 

Allavega ,sófinn kallar mjúkur og hlýr. Og eflaust eru innantómir amerískir spjall (grát) þættir í imbanum sem er hægt að dorma yfir. 'eg verð að segja að ég væri alveg til í súkkulaði croissont og cappochino on the side en það er ekki til hér  í sveitinni.

 

Þá erum við i gangi aftur. :(

Já, ég segi það. Hann Nökkvi er orðinn lasinn aftur. 'Eg reyndi að fara i vinnunna i gær en það var hringt i mig. Hann er búinn að vera með sinn ljóta hósta í 3 daga núna og var þá kominn með 38,6 i hita. 'Eg er orðin svo leið af þessu öllu saman, o finnst svo ömurlegt að lífið hans sé svona.

Hann er búinn hjá háls nef og eyrna og þá var bara aðgerðin eftir. 'eg fékk bréf í gær og í því stóð að hann þyrfti að bíða í 4 mán. 'eg er bara orðin bit. Hversu lengi á hann að bíða??????? Hann er búinn að vera meira lasinn en frískur síðan nov 2oo6. 'Eg er satt að segja orðin ráðalaus. Getur enginn tekið á sig ábyrgðina og fylgt honum eftir og séð til að hann fái þá hjálp sem hann þarf?

Öllum virðist vera nokkuð sama. Mér langar bara að skvetta nokkrum tárum fyrir hann.....

En eitt gott er allavega að ske. Það lítur út fyrir að ég sébúin að finna krem sem hjálpar á móti útbrotunum neðantil. 'Eg reyndi að komast að hjá lækninum út af þeim, því að það kemur gröftur út, en enginn gat tekið á móti honum fyrr en í næstu viku. Svo ég vona bara að ég nái að laga þetta.

 

Smykkepartýið gekk ekkert vel. allir héldu að sé höndunum, en það voru 2 í partýinu sem voru rosalega gíraðar að sjá málverk eftir mig..................... og vildu fá að sjá meir.... svo þetta var ekki til einskins.... vonandi.

EN skítt með ´það. mér finnst þetta gaman og á nógar gjafir fyrir mööööörg afmæli (aðvörun)!

 

P2270102
Þetta er búið til úr gamalli vínylplötu, já hljómplötu, og ég notaði silfurplett koparvír til að festa perluna. Hún er iriserandi rauð.
*Eg er búin að leggja inn fleiri skört á norsku síðuna ef þið viljið kíkja. ;)

 


Ny skørt.

http://www.vgb.no/30187

Herna eru skörtin min. Þau koma betur út á þessari síðu. Verða stærri myndir. ég mun setja inn myndir hér en ég hef ekki tíma. Klukkutímaþjófurinn er búin að vera í heimsókn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

I kaffi og kleinuspjalli

Höfundur

Inga Steina Joh
Inga Steina Joh
Kúnstner með meiru.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...illa_godess
  • ...vory_godess
  • ...cimg1722

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband