28.3.2008 | 11:53
Komin heim úr páskafríi.
'eg get ekki sagt hversu gott það var að komast aðeins í burtu um páskana. Við héldum yfir í baunaland, beint til Velje, og gistum þar á hóteli. Eftir komuna var haldið í búð til að kaupa sundföt á þá sem vantaði. Og ég ver ein af þeim. 'Eg er ekki búin að kaupa mér sundbol síðan ég var 14. Og hann passar enn . En ég var farin ap sjá það fyrir mér að dag einn myndi hann hreinlega rakna utan af mér og keypti mér nýjan.
Nökkvi fékk líka baðbuxur og gat nátturulega ekki verið til friðs og stakk af. Við gengum manngarð og Rikki fann han að lokum úti á bílastæði. Móðurhjartað skalf af hræðslu.
'Eg fór þá og leitaði að beisli til að setja drenginn í en ekkert var til. Var þá brugðið á það ráð að binda trefil utan um dreng við mikil mótmæli. En svona var það. Þá vissi móðirin hvar barnið var.
Svo var haldið í sund og litli maður stóð sig eins og hetja. Hann hefur alltaf verið frekar vatnshræddur en fílaði sig í botn.
Daginn eftir var farið í Legoland og gaman hjá öllum stórum og smáum. Nökkvi var einstaklega hrifinn af lestunum og slökkvistöðinni og hljóp á eftir lestunum, fram og til baka. Svo seinnipartinn eftir 6 tíma dvöl í legoland var haldið til Aalborg til Mallý og Steina. Það er alltaf jafn gaman að hitta þau og börnin. Og að vanda eldaði Steini dýrindismat dag eftir dag og magamálið var stærra við heimferð en komu.
Þegar við komum heim hafði komið 80 cm jafnfallinn snjór og L'isa hafði mokað stíg fyrir okkur svo við kæmumst inn. 'Eg notaði allann mánudaginn í að moka snjó, pjú......... Vil ekki snjó.
Nú er hversdagsleikinn kominn og ég er bara sátt við það. Börnin í skóla og leikskóla. 'Eg er enn sjúkraskrifuð og byrjaði hjá fysionum í gær aftur eftir aðgerðina. Nú má ég fara að gera meira án þess að hætta á blæðingar og er bara að dunda mér heima með perlur , tiltekt og þvott.
Hér eru bræðurnir að keyra bát í legoland. Rosalega gaman.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
I kaffi og kleinuspjalli
Nýjustu færslur
- 1.3.2009 Nytt
- 3.2.2009 Nú skal meður vera duglegur.
- 1.2.2009 Gleðilegt nýtt ár!!!
- 12.11.2008 'Eg læðist her inn..........
- 14.8.2008 Nokkrar vikingakeðjur
Færsluflokkar
Tenglar
Hitt og þetta
- Kaffe, kleinur, kunst og perler Mitt norska blogg
- Lillesand og Birkenes Maleklubb
- TOBBA
- Indigo börn
- Akiane
- Amatörar
- Illustration friday
- Designerspira
- Kort og annað
- Pep up the world
- Skemmtilegir hlutir á bloggið
Vinir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjörið hjá ykkur! Það hefur verið gaman að fara í Legoland og kýla vömb hjá Steina! Það var gaman erlendis hjá okkur líka og fórum við m.a. að sjá Seljalandsfoss og nutum kuldans!
Knús á þig og láttu þér líða vel.
www.zordis.com, 28.3.2008 kl. 16:09
innlitskvittun
Ólafur fannberg, 28.3.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.