5.3.2008 | 05:43
Hallo, Nefjólfur hér.
Góðan og blessaðan daginn.
Já kl er 06.23 og nefið leyfir ekki meiri svefn. Það lifir sínu eigin lífi og dregur restina af mér með sér. 'Eg held að svona sterkur persónuleiki sem þetta nef er eigi skilið nafn. Húmbert held ég sé fínt. Reyndar er ekki létt að segja það en það passar að því leytinu að það er stórt glansandi og bert og er ekki séns að láta það framhjá sér fara í húminu. En mér þó til mikillar gleði er það ekki rautt. Það hefði verið ferlegt að vera með svona riiiiisastóóórt whiskýnef.
Við fórum til nýja heimilislæknisins i gær. Og hann veit ekki hvort hann getur flýtt fyrir aðgerðinni því að öllu eðlilegu er 1 árs biðtími svo þeir hafa reynt að koma Nökkva að eins fljótt og mögulegt er.
En hann vill sjúkraskrifa mig í langann tíma líklega fram að aðgerðinni því hann skilur vandamálið sem ég á við að stríða. 'Eg á bara eftir 1 veikindadag fyrir barn, fyrir restina af árinu, og á rétt á því að fá 10 í viðbót útaf því að Nökkvi er króniskt veikur en þar sem Nökkvi er ekki með diagnose, sjúkdómsgreiningu þá get ég ekki sótt um. Þannig mér var létt. Nú slepp ég við að vera í stanslausu stressi og hringjandi í vinnunna daglega til að láta vita hvort ég kemst eða ekki.
Og þar sem ég er orðin frekar mikið vinnuleið og slitin í líkamanum þá kemur þetta sér vel. En ég held að hann hafi verið frekar hissa á ástandinu, því við nokkur tækifæri hristi hann bara höfuðið.
Og í gær hringdi Margrethe frá PPT(psykisk pedagogisk tjeneste) i sambandi við Nikulás og fundinn sem verður i apríl. Hún ætlar að fá þá frá gagnfræðaskólanum til að vera með á fundinum til þess að allt verði lagt til rétta fyrir Nikulás þegar hann byrjar þar. Sem mér finnst bara fínt mál. Hann litli Lási minn er orðinn svo stór að hann er að fara í gaggó. Hérna eru þetta 2 skólar,barna og gaggó. Eg vona bara að hann fái góða kennara svo þetta gangi vel fyrir si, en ef ekki þá er ég sosem orðin vön því að berjast fyrir hann. Það tók rúmlega 6 ár að fá þessa hjálp sem hann er með í dag.
EEEEEEEEEEEENnnnnnn nu þarf ég að fá börnin á fætur og koma þeim á sína staði. Inga og Húmbert segja over end out!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
I kaffi og kleinuspjalli
Nýjustu færslur
- 1.3.2009 Nytt
- 3.2.2009 Nú skal meður vera duglegur.
- 1.2.2009 Gleðilegt nýtt ár!!!
- 12.11.2008 'Eg læðist her inn..........
- 14.8.2008 Nokkrar vikingakeðjur
Færsluflokkar
Tenglar
Hitt og þetta
- Kaffe, kleinur, kunst og perler Mitt norska blogg
- Lillesand og Birkenes Maleklubb
- TOBBA
- Indigo börn
- Akiane
- Amatörar
- Illustration friday
- Designerspira
- Kort og annað
- Pep up the world
- Skemmtilegir hlutir á bloggið
Vinir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kræst ... Húmbert
komið með nafn og alles og í karlkyni!
Það er gott að þú sért komin í betri aðstæður og sért í það minnsta hætt að vera stressuð! Notaðu tímann vel litla perla og skapaðu af guðs náð! Já og ..... njóttu!
www.zordis.com, 5.3.2008 kl. 07:56
Já karlkyn er það enda lítið kvenlegt við þetta nef. ´það verður gott að geta skilið stressið eftir, pjú! Nú skal skapa (þegar Humbert er farinn). Verð að skríða á sófann núna, orkan er búin í bili. Knús......
Inga Steina Joh, 5.3.2008 kl. 08:00
kvitt kvitt :)
Sigrún, 5.3.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.