Niðurstaðan komin

midpic
Falleg mynd.
Niðurstaðan úr eeg er komin og allt er normalt. En við eigum þó að koma í annað eeg seinna. Við verðum kölluð inn og þá á að halda honum vakandi mestapartinn af nóttinni til að reyna að trigga fram kast eða flogaveikisbylgjur á heilalínuritinu.
Hann gubbaði aftur í gær eftir að hafa dottið og ég ákvað að vera heima í dag. Hann er búinn að vera hress í dag en þó lítið úthald. Hann svaf vel í nótt og svaf í 1 tíma í dag.
'Eg verð heima á morgun líka. Nú ætla ég bara að leyfa honum að fá þann tíma sem hann þarf og skítt með vinnunna.
'i dag er ég búin að afreka það ( eiginlega ekki afrek) að taka fram saumavélina og laga nokkrar saumsprettur og sauma rúmteppi handa Nikulás. Þetta er búið að hvíla á mér eins og mara því mér fannst ekki herbergið hans vera tilbúið fyrr en ég væri búin með teppið.

Tilbúið!!!!!!
Núna get ég með ´góðri samvisku pakkað saman vélinni og stungið henni langt út í horn.Nú þarf ég bara að sjæna til í herberginu mínu og hver veit nema að ég fari að mála aftur.
'Eg hitti nokkrar úr málaraklúbbnum í dag og við urðum sammála um hvenær málarakvöldin eiga að byrja aftur.
Eg hlakka til og mun reyna að láta þetta ganga fyrir. 'Eg hef gott af því að komast aðeins út og hafa pínulitla reglu á málingunni. Þegar ástandið er svona þá er það næstum því átak að byrja að mála aftur. En það er gott fyrir sálartetrið.
Nökkvi er á nýju tímabili núna sem honum finnst gott að geyma hluti á höfðinu, í gær var hann með 2 stóra leirklumpa að horfa á sjónavarpið og núna áðan með skinkusneið  
Það er heilmikil skemmtun að fylgjast með þessum litlu tröllum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Gangi ykkur vel og taktu allan þann tíma sem þú mögulega getur til að vera með krúttinu ..... er litli kleinuhringurinn með afríska tendensa??

www.zordis.com, 10.1.2008 kl. 19:32

2 Smámynd: Inga Steina Joh

Það getur verið að hann sé smá afrískur, hann er með góða burðargróp á höfðinu. Man bruker det man have, segja þeir og hann var ekki með veski.......................

Inga Steina Joh, 11.1.2008 kl. 05:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

I kaffi og kleinuspjalli

Höfundur

Inga Steina Joh
Inga Steina Joh
Kúnstner með meiru.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...illa_godess
  • ...vory_godess
  • ...cimg1722

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband