Litla lúsin

Litla lúsin mín er lasin. Hann er kominn með hita og mikið kvef, þannig að það surklar i honum. Og svo í dag til að kóróna allt saman þá er hann kominn með gubbupest, ojojoj.

 

Kleinunni er sérstaklega illa við kvef hjá honum enda var hann lasinn meir eða minna fra nov 06 til mars 07. Og þá endanlega var fundiðút úr því að hann var með lungnabólgu. Hann er búinn að vera á astmalyfjum síðan nov 06 og ég get varla séð að það sé honum nokkuð til hjálpar. Því í hvert skipti sem hann kvefast þá verður hann virkilega lasinn. Hann er bara 1 sinni síðan nov búinn að fá venjulegt kvef sem ekki hefur þurft sýklalyf.

Hann fékk sterkari astmalyf i gær og ég er að vona að þau muni hjálpa honum meira en það sem hann er búinn að vera með, en það lyf er nú ekki annað en fyrirbyggjandi. En ég lifi í voninni. Vona bara að hann fari að verða eins og önnur börn sem fá hor í nös og það stoppar þar.

Vinkona mín er að fara til healer/osteopat i dag og ætlar að panta tíma fyrir mig og lúsina. Maður á ekki að láta neitt oreynt i leit sinni að betri heilsu.

Annars eru bara góðar fréttir úr kleinukoti og allir sælir í sínu híði. Haustið er komið með yndislega liti og frísklegan blástur og allt virkar hreint og gott.

'A góðum haustdögum lítur kleinan út í náttúruna og óskar þess að hún gæti málað svona náttúru en eftir að hafa reynt þá er hún þeirrar skoðunar að náttúran er fallegust í sjálfu sér og ekki á lérefti.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

I kaffi og kleinuspjalli

Höfundur

Inga Steina Joh
Inga Steina Joh
Kúnstner með meiru.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...illa_godess
  • ...vory_godess
  • ...cimg1722

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband