Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár allir saman.

Hér var gleði um áramótin. Við vorum heima hjá tengdó og borðuðum þar alveg rosalega góðan kalkún og góðan dessert. Og vorum iðin við að sprengja búmm,búmm. Nökkvi alveg yfir sig hrifinn og hljóp um með stjörnuljós og hann vakti alveg til kl 1.30. Nikulás er orðinn sannur pyroman og fékk ansi mikið "bakkefyrverkeri" svona smásprengjum og kökum sem springa á jörðinni. Við höfðum fengið rakettur hjá nágranna okkar og svo var keyptu góður fjölskyldupakki og pínkulítið meir. Alltaf gaman að sprengja peningana sína í loft upp.´

Núna er skólinn byrjaður og grámyglulegur hversdagsleikinn tekinn við á ný. En mér finnst það bara ágætt. Það passar manni betur að hafa börnin og sjálfan sig í smá aga og rútínu. Nú snjóar og snjóar og spáð er 1 metra af snjó á morgun eða um helgina. Og að sjálfsögðu er ég að fara að vinna. En ef það verður mikill snjór þá nenni ég alls ekki að moka út bílinn og labba frekar. Það er náttla ekki vitlaust að viðra líkið af og til.

'i dag er ég ein heima og er að fara að pakka jólunum. Mér finnst þetta vera orðið ágætt og hlakkar til að fá hlutina eins og þeir eiga að vera. Svei mér þá, ég er farin að verða vanaföst   . Já, ekki er öll vitleysan enn!

Til þeirra sem fengu málverk í jólagjöfWink, myndup þið vilja  vera svo væn að senda mér myndir af þeim. Gleymdi því eins og venjulega. Og Fríða, myndir þú getað tekið myndir af öllum málverkjunum sem mamma á og senda það til mín????????  Það væri tími til kominn að fara að skjalfesta það sem ég er búin að vera að gera undanfarin ár upp á gott og vont. Jæja er að fara að stússast.  


Bloggfærslur 3. janúar 2008

Um bloggið

I kaffi og kleinuspjalli

Höfundur

Inga Steina Joh
Inga Steina Joh
Kúnstner með meiru.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...illa_godess
  • ...vory_godess
  • ...cimg1722

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 573

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband