Jæja nú er allt klappað og klárt.

Allt er klappað og klárt og aðgerðin verður í fyrramálið kl 8.30 á mínum tíma. Það verða ekki lögð rör í eyrun, en stungið á hljóðhimnuna til þess að tappa út vökva. Það verður fjarlægður nefkirtilinn og tekið fullt ofnæmispróf á meðan hann er sofandi. Eftir 3 mánuði á hann að koma í kontroll og þá verður gert fullt heyrnarpróf og athugað hvort vökvinn í eyrunum er horfinn. Ef ekki þá verða líklega lögð inn rör. 'Astæðan fyrir því að það verða ekki lögð inn rör núna er að nefkirtillinn blokkar fyrir loftunarganga inn til eyrnanna og því er líklegt að þetta lagist af sjálfu sér þegar það er búið að taka hann.

En annars er bara allt í góðu gengi í mínu fatahengi.

'eg er að oksidera kobar sem ég ætla að nota í skartgripi, vona bara að það heppnist. Og Rikki er að setja upp veggplötur inn á nýja baði, á milli slaga að gera við vinnubílinn sem verður að fara í skoðun N'UNA!

P5150022
Þetta er búið til úr lampworkperlum og léttara mixi.
'eg er búin að leggja inn nokkrar myndir í "skört" af því nýjasta. 'Eg set inn fleiri myndir seinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Greinilega nokkrar iðnar lýs á þínu heimili!

Gangi ykkur vel á morgun, við kveikjum á kerti fyrir unga herramanninn og fyrir móðurina sem bíður í stresskasti .... en verður ofurróleg af ást og góðum vættum heimsins.

Knús til þín dúlla og megi guð gefa góðan árangur!

www.zordis.com, 21.5.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

I kaffi og kleinuspjalli

Höfundur

Inga Steina Joh
Inga Steina Joh
Kúnstner með meiru.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...illa_godess
  • ...vory_godess
  • ...cimg1722

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband