Sumarið er hér !!!!!!!!

30 stiga hiti! 'eg er með lungnabólgu og kinnholusýkingu , but whats new??? Er á bataleið. Nikulás er búinn að fá nýtt hjól og hoppaði af gleði. Hann vissi ekki að við værum að fara að kaupa hjól handa honum. Hann var á bílamóti með ömmu sinni og afa. Hann hoppaði og gólaði þegar hann sá hjólið. Alveg óborganleg viðbrögð.

Nökkvi talar og talar núna og það er alveg rosalega gaman að fylgjast með þróuninni. Hann er svo hamingjusamur og gengu um trallandi. Hann er alveg kominn yfir baðhræðsluna sína og baðar eins og vitleysingur núna.

I gær fór ég í sumarkjól og hann varð yfir sig hrifinn og þurfti að fá að skoða öll sparifötin mín og kjólana. Einhverra hluta vegna hélt hann að  þar sem ég var kominn í kjól að þá værum við að fara í veislu.

Við héldum bara að hann væri að leika og spáðum ekkert meira í því ´þótt hann væri að pakka í tösku. Stuttu seinna hvarf hann og við leituðum og fundu hann úti í bíl. Kominn í beltið, tilbúinn að fara í veislu. Þarna var hann búinn að sitja og bíða í allavega 10 mín. Við vorkenndum honum svo að það var ákveðið að fara í bíltúr og þar sem klukkan var orðin 21,30 þá sofnaði hann í bílnum, litla greyið.. 'eg verð greinilega að fara oftar í kjól svo hann haldi ekki í hvert skifti að við séum að fara á jólahátíð.

'i morgun fór ég aftur í sama kjólinn. Og þegar hann vaknaði þá tilkynnti henn mér það að ég gæti ekki verið í þessum rauða kjól því hann væri of heitur´. 'eg varð að fara í gula kjólinn. Hann gaf sig ekki með það og fór og sýndi mér kjólinn í skápnum. 'eg lét nú undan og fór íkjólinn og hann varð alveg hæst ánægður.Smile

I dag erum við Nökkvi búin að olíubera veröndina og nú erum við að bíða eftir því að hún þorni.

'eg er búin að setja inn nokkrar myndir frá síðustu dögum í albúmið sumar 2008. 'Eg fékk nebblega nýja myndavélí afmælisgjöf, tíhí!

Og hér er armband sem ég bjó til. 'Eg keypti mér rúllu með koparvír, bjó til hringi, setti saman og brenndi svo í gasbrennara til að fá svona gamalt preg á þetta. 'Eg pínulítið ánægð með þetta því þetta er alveg heimtilbúiðTounge Þetta heitir kóngakeðja.

CIMG0030 1

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst mjög vel á þetta armband ,kemur skemmtilega út. Það var gaman að sjá myndirnar og fannst mér einhvernvegin að Nökkvi væri að breitast ansi mikið(þroskast)finnst hann eiginlega taka heilmikið stökk núna miða við myndir. Kiss og knús mamma.

Hafdis Hallgrimsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 02:34

2 identicon

Já við vorum akkurat að tala um það. Það er eins og hann hafi sloppið út úr lokuðum heimi. Hann talar og segir frá og tekur mikið meira þátt í hlutunum. Það er alveg yndislegt að sjá hann blómstra svona:)

Inga Johannsdottir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 05:29

3 Smámynd: www.zordis.com

Gaman ad heyra hvad zad gengur vel hjá honum litla englinum.  Er ekki kominn tími á ad zetta veikindavesen hverfi bara!

Zyrftir ad fá nokkrar gódar vaettir og blessun á húsid ykkar   Til hamingju med afmaelid zitt núna um daginn og verd nú bara ad segja ad zetta armband er mjög töff!  Hvernig var zad, hélstu ekki námskeid um daginn?

Sendi zér naesý paesý rigningarkvedjur og zrumulandi!

www.zordis.com, 9.6.2008 kl. 07:38

4 identicon

'Eg var beðin um að  halda kúrs, já. En eitthvað er þetta nú lélega að þessu staðið hjá þessu fólki. Þau hafa ekki samband og ég ætla bara að bíða og sjá.

'Eg var kannski að spá í að setja auglýsingu í blaðið og athuga hvort ég fæ rinhver viðbrögð.

Inga Johannsdottir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

I kaffi og kleinuspjalli

Höfundur

Inga Steina Joh
Inga Steina Joh
Kúnstner með meiru.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...illa_godess
  • ...vory_godess
  • ...cimg1722

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband